Glæsileg bújörð á eyjunni Korčula, einni af stærstu og eftirsóknarverðustu lóðum eyjunnar. Hún er samtals 104.000 m2 að flatarmáli og býður upp á einstakt tækifæri fyrir íbúðir-, landbúnað- eða til uppbyggingar ferðaþjónustu. Lóðin er innan við 1 km frá sjó með fallegu útsýni yfir hafið. Landið er með örlítinn halla í landslaginu. Aðkoma er um malbikaðan veg. Landið er skipt í þrjár jafn stórar einingar, hver um sig um 34.000 m2, sem er kjörstærð fyrir uppbyggingu á fjölskyldubýli.
Hver lóð gefur möguleika á að byggja allt að 400 m2 hús og sundlaug. Verkefnið er að hluta til fjármagnað úr ESB sjóðum með styrkjum þar sem þegar hefur verið gerð athugun á gróðursetningu 500 ólífutrjáa á hverri lóð. ýmsir möguleikar til að afla tekna af húsinu, s.s. leigutekjur, tekjur af sölu á ólífuolíu osfrv. Heimsþekkti arkitektinn Robert Dallas, sem heillaðist af hugmyndinni um að byggja á ósnortinni Dalmatíuströnd, ákvað að búa til hugmynd að byggingu sem myndi samræmast þörfum nútímans við einstakan stíl einbýlishús sem myndi falla vel að landsslagi og gróðurfari. Landið er staðsett á miðri eyjunni, snýr í suðvestur í átt að Ítalíu. Það er staðsett 20 km frá bænum Korčula, 150 km frá Split og 150 km frá Dubrovnik. Jörðin er seld sem ein eining og það er möguleiki á að kaupa eina lóð. Fyrir frekari upplýsingar, skjöl, vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna!