Þegar tíminn stendur í stað

Um okkur

Eigendur KRÓATÍA eru frá Íslandi og eftir að hafa dvalið um tíma í Króatíu bæði siglt til nærliggjandi eyja við ströndina og ferðast um litlu þorpin og þjóðgarðana keyptum við litla íbúð í Sukošan sem er lítill bær 7 km frá Zadar.

Króatía er einstakt land með langa strandlengju og mörgum eyjum og þjóðgörðum þar sem hægt er að upplifa sannkallað náttúruundur á svo mörgum fallegum og heillandi stöðum. Falleg strandlengja með fjölbreyttu landslagi, víkum, litlum bæjum við ströndina, fleiri en 1.200 eyjum, kristaltærum sjó, fersku lofti og mörgum sólríkum dögum. Hljómar eins og góður staður fyrir frí eða búsetu, ekki satt?

Í samanburði við önnur lönd við Miðjarðarhaf eins og Spán, Frakkland eða Ítalíu er fasteignaverð í Króatíu við Adríahaf enn sem komið er lægra og því kauptækifæri þar í lúxus fasteignum. Margir gera sér grein fyrir þessu og á hverju ári kaupa fleiri og fleiri útlendingar fasteignir í Króatíu, annað hvort til að fjárfesta eða til að búa þar til skemmri eða lengri tíma.

Við heilluðust fljótt af fegurð Króatíu og menningu og tókum eftir þeim tækifærum sem fasteignamarkaðurinn í Króatíu hefur upp á að bjóða.

Til þess að auðvelda Íslendingum og erlendum fjárfestum að kaupa fasteign í Króatíu valdi LÚXUS FASTEIGNIR að eiga samstarf við fasteignasöluna BEST REAL ESTATE í Króatíu til að sjá um fasteignaviðskiptin og alla lögformlega skjalagerð.

BEST REAL ESTATE í Króatíu er rótgróin fasteignasala sem veitir framúrskarandi þjónustu og hefur mikið úrval af lúxus fasteignum til sölu meðfram allri strandlengjunni. LÚXUS FASTEIGNIR aðstoðar kaupendur og veitir upplýsingar um öll mikilvæg skref sem stíga þarf við kaup á fasteign í Króatíu allt frá því þegar eignin er skoðuð og þar til fasteignaviðskiptin eru frágengin.

Hvers vegna velja Best Real Estate?

  • Persónuleg nálgun við hvern viðskiptavin
  • Löggiltir fasteignasalar með margra ára reynslu
  • Samráð við lögmannsstofu og lögbókanda
  • Samráð við löggilta arkitekta, landmælingamenn, verkfræðinga og skattaráðgjafa
  • Örugg fasteignakaup og sala
  • Mikið úrval af einbýlishúsum, húsum, íbúðum, sumarhúsum og lóðum
  • Gagnsætt ferli án falinna upplýsinga


Við kaupsamningsgerð greiðir kaupandi BEST REAL ESTATE 3% umsýslugjald af söluverði eignar að viðbættum virðisaukaskatti.

Skoðaðu fasteignina að heiman

Hefur þú áhuga að skoða nánar íbúð eða strandhúsi í Króatíu sem þú hefur séð hér á heimasíðunni? Þá þarft þú ekki að byrja því að eyða mörgum klukkustundum í fljug til Króatíu því þú getur þú fengið skoðunarferð um eignina heima í stofu á Íslandi.

LÚXUS FASTEIGNIR geta boðið upp áupp á sýndarferð með leiðsögn löggilts fasteignasala í rauntíma til að skoða eignina og þannig getur þú fengið tilfinningu fyrir því hvort þetta er sú eign sem þú ert að leita að.

Heilsugæsla

Við tókum fljótlega eftir því að í Króatíu er í boði læknaþjónusta í einstaklega háum gæðum og ákváðum við einnig að auðvelda Íslendingum að nýta sér hana og um leið njóta þess sem Króatía hefur uppá að bjóða. Við erum stolt af því að kynna tvö háskólasjúkrahús og tvær tannlæknastofur í Króatíu og veitum viðskiptavinum okkar allar tiltækar upplýsingar svo þeir geti tekið vel upplýsta ákvörðun um hvernig hægt sé að nýta sér þjónustu þeirra.

Þetta felur í sér aðstoð við tímabókun og upplýsingar um afsláttarkjör sem viðskiptavinir LÚXUS FASTEIGNA fá hjá viðkomandi þjónustuaðilum, um flug til Króatíu og gistingu, um ferðir til viðkomandi læknastofu og um afþreyingu meðan á meðferð og endurhæfingu stendur. Framangreind aðstoð er ókeypis fyrir viðskiptavini LÚXUS FASTEIGNA.

Að auki bjóða viðkomandi spítalar í Króatíu þjónustu sína án biðlista og veita fasta tímaáætlun fyrir sína þjónustu sem er afar mikilvægt fyrir erlenda gesti sem vilja sameinar þá ánægju að heimsækja Króatíu og fá læknisþjónustu á sama tíma.

Nánari upplýsingar um þá læknaþjónustu sem í boði er má finna á heimasíðunni www.crois.is/is

Frábær tenging við önnur lönd í evrópu

Króatía er staðsett í hjarta Evrópu og er með níu flugvelli sem tengjast fjölmörgum borgum víðsvegar um Evrópu og öðrum landssvæðum. Einnig er möguleiki á að lenda einkaflugvélum og þyrlum á flugvöllum í Króatíu.

Í mörgum strandborgum og eyjum eru vel þróaðir innviðir og hágæða smábátahafnir, svo allt er innan seilingar. Sama dag geturðu drukkið kaffi í húsinu þínu við Adríahaf, flogið til Mílanó til að versla og síðan snætt kvöldverð við ströndina í Króatíu og notið sólarlagsins yfir Kornati þjóðgarðinum.

Evra er opinber gjaldmiðill í króatíu

Í byrjun árs 2023 tók Króatía upp evru sem opinberan gjaldmiðil sem mun í nánustu framtíð hafa marga kosti í för með sér. Viðskiptakostnaður við sölu fasteigna lækkar og er því einnig spáð að vextir og lántökukostnaður lækki sem verður enn eftirsóknarverðara fyrir fjárfesta.

Fjárfestingar í innviðum

Þetta litla land við Adríahaf hefur mikla möguleika hefur landið fjárfest mikið í innviðum á undanförnum árum sem þakka má m.a. fjölmörgum verkefnum ESB. Jafnframt er verið að herða á skipulagi og skráningu jarðabóka sem mun auðvelda kaup og sölu fasteigna og fjárfestingu í verkefnum enn frekar.

Vezzdesign

LÚXUS FASTEIGNIR á einnig í samstarfi við VEZZDESIGN á Ítalíu sem hannar og framleiðir inni og úti eldhús, skápa og baðinnréttingar úr stáli fyrir heimili. VEZZDESIGN býður einnig samningsbundnar heildarlausnir (Turn-Key) fyrir byggingariðnaðinn. Sú deild innan fyrirtækisins sérhæfir sig í því að veita viðskiptavinum sínum margvíslega þjónustu eftir þörfum hverju sinni og býður sérlausnir til að mæta kröfum fjárfesta. Þau verkefni fela í sér framkvæmdalausnir fyrir hótel, iðnaðar- og sumarbústaðaþorp og sjúkrahús, bæði fyrir hið opinbera eða einkageirann. Sjá má nánar um VEZZDESIGN hér á heimasíðunni.