Um okkur
Eigendur KRÓATÍA eru frá Íslandi og eftir að hafa dvalið um tíma í Króatíu bæði siglt til nærliggjandi eyja við ströndina og ferðast um litlu þorpin og þjóðgarðana keyptum við litla íbúð í Sukošan sem er lítill bær 7 km frá Zadar.
Króatía er einstakt land með langa strandlengju og mörgum eyjum og þjóðgörðum þar sem hægt er að upplifa sannkallað náttúruundur á svo mörgum fallegum og heillandi stöðum. Falleg strandlengja með fjölbreyttu landslagi, víkum, litlum bæjum við ströndina, fleiri en 1.200 eyjum, kristaltærum sjó, fersku lofti og mörgum sólríkum dögum. Hljómar eins og góður staður fyrir frí eða búsetu, ekki satt?